Nýárskveðja

Skráð þann 30. desember 2015 kl. 11:21
Starfsfólk leikskólans sendir nemendum, foreldrum og öðru samstarfsfólki þakkir fyrir gott samstarf á liðnu ári og óskir um farsæld á því nýja. 
Árið 2015 hefur með sönnu verið gott ár. Á hverjum degi bætast við steinar í hleðsluna okkar, stórir eða smáir, allt eftir atvikum. Það er von okkar að við komum öllum steinunum okkar haganlega fyrir svo þeir standi lengi og verði nemendum gott og farsælt veganesti út í lífið.
Korpukot | Fossaleyni 12 | 112 Reykjavík | Sími 586 1400 | Sími skrifstofu 577 1900