Um Korpukot

Leikskólinn Korpukot var opnaður 18. nóvember 2001.
Rekstraraðili leikskólans er LFA ehf.
Korpukot er sjálfstætt rekinn skóli og aðili að Samtökum sjálfstæðra skóla. 

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og er því fyrir börn frá 9 mánaða og upp að skólaskyldualdri sem hefst í grunnskóla. Korpukot er rúmar 100 börn og eru deildir skólans fjórar. Sælukot og Sunnukot sem eru ungbarnadeildir, Bjartakot fyrir 2-3 ára börn og Fagrakot frá 4 ára. Hver deild hefur fjögur herbergi til umráða, þ.e. þrjú minni og eina stóra heimastofu. Þar fyrir utan er stór hreyfisalur á efri hæðinni og rúmgóð stofa sem nýtist fyrir elstu börnin. Korpukot er opinn frá 7:30-17 alla virka daga og boðið er upp á 8, 8,5 og 9 klst. vistun.   
 
Einkunnarorð leikskólans er: Það er leikur að læra.
 
Markmið leikskólans er að skila til þjóðfélagsins námsfúsum og lífsglöðum einstaklingum, með jákvætt viðhorf til samfélagsins. Einstaklingum með sterka sjálfsmynd og heilbrigða siðferðiskennd. Einstaklingum sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og samfélaginu.
 

Korpukot | Fossaleyni 12 | 112 Reykjavík | Sími 586 1400 | Sími skrifstofu 577 1900